Halló Zlave!
Um leið og við í GGRN lýsum yfir fullum stuðningi við Sinister þá getum við vottað að þar fer vandaður drengur sem myndi aldrei viðhafa nokkurn dónaskap. Við lýsum yfir undrun okkar á því að hann af öllum mönnum, hafi verið bannaður á irc-i. Það bara einfaldlega gengur ekki upp.
Því til sönnunar læt ég hér fylgja gamla frétt af fréttsíðu okkar en þar er viðtal við Sinister sem lýsir einmitt hans einlæga og góða eðli.
Sagan bakvið nafnið [.Faith.] og um baráttu klansins við hið illa
[.Faith.] sker upp herör gegn dónaskap í Counter-Strike
“Við þolum engum það að vera dónalegir við DangerGirl,” segir Sinister foringi [.Faith.] klansins í bráðskemmtilegu og um fram allt uppbyggilegu spjalli við [GGRN]Fréttir. “Reyndar þolum við engan dónaskap og höfum nú fengið það í gegn eftir mikla baráttu að dónalegur talsmáti líðst ekki á Símnet Serverunum.” Og Sinister tekur skemmtilegt dæmi í þessu sambandi. “Þetta er svipað og óbeinar reykingar. Maður á að geta verið í friði fyrir siðspillandi áhrifum þegar maður situr við tölvuna sína heima í rólegheitunum.”
Nýlega fréttist af því að dónastrákur að norðan, [3D]Miller, hefði verið með klámkjaft á spjallrásinni KlanFaith en þar var hann með kynferðislega tilburði við [.Faith.]DangerGirl. Ekki tók langan tíma að banna drenginn af rásinni og nú hafa þau stórtíðindi gerst að búið er að taka fyrir öll dónayrði á Símnet Serverunum með sérhönnuðum DónaBuster. “Því miður á það að mestu við um ensk dónaorð. Sem betur fer eru flestir cs spilarar svo illa máli farnir að þeir kunna ekki að vera dónalegir á íslensku en við erum samt að vinna í því að fylla inn orðaskrá með íslenskum dónaskap og taka þannig fyrir öll blótsyrði og guðlaust hjal,” segir Sinister og [GGRN]Fréttir fagna þessu tímabæra framtaki. Þó Sinister segist hafa trú á menntun segir hann það að ákveðnu marki guðlega forsjón að íslensk ungmenni og Counter-Strikerar séu upp til hópa menntunarsnauður lýður. “Því annars hefðu við þurft að bæta inn orðaskrám blótsyrða á þýsku, frönsku, spænsku og ítölsku og það hefði verið mikið verk.”
Og í tengslum við þetta: Fréttastofan heldur uppteknum hætti og rekur skemmtilegar sögur að baki nafni klans og að þessu sinni er það hið uppbyggilega, jákvæða og trúaða klan Faith sem er til umfjöllunar. Reyndar er sagan bak við nafnið ekki snúin, nafnið er gegnsætt því klanið tengist KSS, sem eru samtök unglinga á aldrinum 15-20 ára og eiga það sameiginlegt að trúa á Jesú Krist. Markmið félagsins hefur frá upphafi verið að ná til unglinga og útbreiða kristni meðal þeirra.
“Við trúum ekki öðru en að félagið muni standa sig áfram og halda áfram að stækka, eins og það hefur verið að gera undanfarið,” segir Sinister og hlær glaðlega. “Við vorum ekkert að leita langt yfir skammt, við trúum og ætluðum að láta klanið heita Von en þá var það frátekið. Og kannski sem betur fer því við erum sumpart alþjóðlegur félagsskapur. Við viljum trúa því að þarna hafi guðlegir kraftar gripið inní því við erum mjög þakklát fyrir nafnið Faith og viljum ekki heita neitt annað.”
<br><br><a href="
http://www.ggrn.org">[GGRN]</a>Rooste