Nú þegar cs er lifnaður aftur við þá er hægt að gera veruleik úr því sem marga cs spilara hefur dreymt um að gera, eða hafa deildir sem virka í íslenskum Counter-Strike. Við hjá sniðugt erum með mjög stóran adminahóp og viljum alltaf bæta við okkur, allt sem þarf er að senda umsókn á onlinemot@snidugt.com
Allavega þá vildi ég láta ykkur vita að skráning er hafin og til að skrá sig verður maður að senda email með nicks og steamID's á onlinemot@snidugt.com emailið. Þið getið fundið steamID's hjá ykkar liði á http:snidugt.net síðunni og c/p þaðan á emailið. Mótið verður svona:
4-6 deildir, 8 lið í hverri deild. 2 lið fara upp um deild og 2 lið detta niður um deild. #Sniper.is og #Snidugt.com veita verðlaun áfram. Það verður seedað í deildir og það verður farið eftir
a) árangri á seinustu onlinemótum á vegum sniðugt
b) árangri á lanmóts qualifier
c) lineuppi
d) hversu lengi lið hefur spilað saman
Það verða einungis deadline á sunnudögum og miðvikudögum til að koma í veg fyrir árekstur við böll, djömm og fótboltaleiki (nema kannski miðvikudagarnir) en við hvetjum lið samt sem áður að spila áður en kemur að deadlineinu! Einnig verða mót inn á milli fyrir mest active liðin/leikmennina. Svo sem aim mót, 2on2 mót, newmaps mót o.s.frv.
1. umferð miðvikudaginn 7. janúar De_Train
2. umferð sunnudaginn 11. janúar De_Inferno
3. umferð miðvikudaginn 14. janúar De_Cbble
4. umferð sunnudaginn 18. janúar De_Nuke
5. umferð miðvikudaginn 21. janúar De_Cpl_Mill / De_Tuscan (ef það verður komið inná simnet þá verður það notað)
6. umferð sunnudaginn 25. janúar De_Dust 2
7. umferð miðvikudaginn 28. janúar De_Cpl_Strike
Einn spurning í endan:
Viljiði halda áfram að nota xray?
galli: sumir fps droppa og hökta í cs
kostur: allir spila leikinn eins og maður á að spila hann (án aukaforrita)
Verið svo inná #snidugt.onlinemot á ircinu til að fylgjast með uppfærslum.
#snidugt.com #sniper.is #sniper-gather #sniper.gathe