Fyrir þá sem ekki þekkja til þá varðar þetta leik ha$te gegn hKAi í lanmót qualifiernum sem er nú í gangi. ha$te spilaði leikinn með aðskotamann sem var ekki með steamid sitt á lista en vegna misskilnings hjá báðum liðum töldum við okkur geta spilað með hann þar sem við héldum okkur í hafa sent steamID's á admin og í þokkabót skildist okkur á einum member hKAi að við mættum hafa láner. Þannig héldum við okkur vera alveg örugga um að geta notað hann. Á sama máta gengu hKAi menn út frá því að hann væri skráður á síðuna eins og við héldum líka.
Leiknum lauk með sigri ha$te en tóku þá spilarar hKAi eftir því að septor væri ekki skráður á vefsíðu lanmot.is og drifu sig því á huga og lýstu þar yfir sigri sínum með látum. Við skildum ekkert í þessu þar sem ekkert hafði verið talað við okkur úr herbúðum hKAi og var þetta það fyrsta sem blasti við manni svona fimm mínútum eftir leikinn.
Báðar fylkingar skutu svo föstum orðum að hinum í rifrildinu sem upphófst í framhaldinu (sumir þó meira en aðrir - skamm á þá!). Höfðum við svo ekkert meira heyrt nema það að eth væri að skoða málin og hugsanlega gætu þá hkAi liðar krafist þess að fá forfeit. Næsta sem gerist er þá það að þeir leikir sem á að spila í losersbracket eru kvaddir upp og þá eru hKAi búnir að redda sér áfram á þessum leiðu mistökum.
Erum við vitanlega ekki sáttir enda hefðum við getað hafið leik á ný með annan member sem kom þegar leikurinn var hálfnaður hefði okkur verið bent á þetta fyrr og þá gert rcon sv_restart 1 og hafið leikinn aftur frá byrjun. Ekkert væl, engin rifrildi og ekkert vesen.
Hér með vill ég því skora á hKAi menn að sýna manndóm sinn og heiður með því að spila leikinn aftur og sanna þá fyrir sjálfum sér og öðrum að þeir hafi headshottskillin í sér og geti spilað eins og menn, og þurfi ekki að koma sér áfram á reglubókinni einni saman.
Hvað segiði strákar mínir?