Okkur adminum á #snidugt.onlinemot hafa borist nokkrar kvartanir um liðaflakkið á honum Reynza. Bara svo að það sé á hreinu þá er þetta alls ekki mikið liðaflakk og hann hefur ekki brotið eina einustu reglu með þessu flakki.
Hann skráði sig með Xcessive, sem spiluðu engan leik og hættu áður en deadlineið á 1. umferð var komið. Í kjölfarið af því skráði hann sig með Knocked Out. Svo þurftu WaveGaming 1 láner og þeir redduðu Reynza og allt í góðu með það, fleiri hafa verið lánerar með öðrum liðum.
Hver er vandinn? Eina útskýringin á þessu er að þið séuð eitthvað á móti honum Reynsa (fyrir ástæður sem mér eru ekki kunnugar enda nýr í “source-heiminum”
Vinsamlegast útskýrið þetta fyrir mér.
Bætt við 10. desember 2008 - 23:29
Ég posta þessu hingað sem þráð því að mér finnst þægilegt að hafa skriflegt samband við ykkur og hugi er svo góð, stöðug og þægileg síða að hún er fullkomin undir þetta.