Sælir, ég keypti mér helvíti netta tölvu frá Tölvuvirkni og allt í gúddí með það, borgaði minn pening og fór ánægður heim með nýju geimskutluna mína. Ég kveikti á henni og installaði steam og öllu sem að þú þarft í CS spilun og fór síðan í counter þegar allt var búið að updateast. Ég náði að spila leikinn í svona 30mínútur en einmitt þá fraus ég og þurfti að restarta. Þetta gerðist þónokkuð oft og skilaði ég kortinu sem ég var með þá og fékk mér GeForce GTX260 kortið. Ég setti það kort í og þá gerðist það nákvæmlega sama. Ég náði að spila í smá en síðan fór allt til helvítis og ég fraus og datt út. Margir sögðu mér að ég hefði gleymt að taka eitthverja ATI filea út þegar ég uninstallaði gamla kortinu og það gæti verið ástæðan fyrir því að GeForce kortið væri að faila svona. Ég var að enda við að formatta núna og setja inn basic hluti einsog Ircið, itunes, vent, cs og siðan alla drivera sem maður þarf. Ég henti líka inn nýjasta NVIDIA drivernum og var sko ánægður með mig, hélt ég hefði lagað tölvuna og læti og fer í counter. Nei nei, leikurinn frýs. Svo já veit eitthver hér hvað gæti verið að? Þarf ég stærri aflgjafa fyrir þetta monsterkort? er með 600W atm. Er búinn að prufa endalaust mikið af drivers svo það er ekki málið.
Einnig ætla ég að bæta við að ég er með 3ára ábyrgð á þessari tölvu en Tölvuvirkni tóku það fram þegar ég hringdi í þá um daginn að þrátt fyrir það að ég væri með ábyrgð þá þyrti ég samt að borga þeim fyrir það að laga hana. Svo nei það kemur ekki til greina að þeir fái að snerta tölvuna og fucka henni meira upp.
Fyrirframþakkir
-atlii