Box Energy væli væl!

Já, þannig er nú mál með vexti að einn ágætis rcon á okkar margblessaða Skjalfti 14 Counter-Strike Source 3 heldur því hreint og beint fram að ég sé bullandi hacker. Hann hefur, í ljósi undangenginna atburða bannað mig á simnet án nokkurra sönnurgagna. Hann meira að segja neitaði að taka mig í scan þegar ég bauðst til þess.


Ég persónulega er alveg hlinntur því að menn séu bannaðir, hengdir og brenndir þegar þeir hacka. En hins vegar þá finnst mér full langt gengið að banna menn, grunlaust án nokkurra sönnunargagna og neita því svo þegar maður býðst sjálfviljugur að stíga fram í scan. Eru einhver rök í því?


Það sem mér finnst hins vegar merkilegast við þetta allt saman er að rökin sem hann hafði fram að færa væri að ég væri alltaf að kíkja niður að spreyja. Alltaf að skipta um byssur og hoppaði of mikið. Núna hef ég spilað þennan leik í dágóðan tíma og hef ég spilað með þeim allra bestu hér á landi. Sé ég þá marga þessa stráka gera algera rugl hluti dagsdaglega á simnet sem eru langt frá því að vera að hacka. Ég spyr mig í því samhengi, er rétt að kicka og banna alla leikmenn sem hafa þann eiginlega að geta miðað snögglega á höfuð andstæðingsins og klikkað síðan á Mouse 1.


Ef það er tilfellið þá skal ég glaður vera bannaður að eilífu og aldrei aftur stíga fæti á simnet serverana. Þar sem ég hlýt nú að vera gera eitthvað skelfilegt? Ekki satt?


Ég bara spyr.

Box Energy

Bætt við 30. október 2008 - 18:38
ó já, Stolen bannaði mig. Fyi