Að gefnu tilefni: Í þessu fasta orðasambandi með lýsingarhættinum gefinn er notuð forsetningin að, gera e-ð, minnast á e-ð að gefnu tilefni. Aftur á móti er notuð forsetningin af í öðrum samböndum, t.d. (gera e-ð, kalla hópinn saman) af þessu, ærnu, sérstöku tilefni. (Sjá t.d. Jón Hilmar Jónsson. Orðastaður. Reykjavík 1994.)