Jæja orðið fáránlega langt síðan maður sá vel umdeildan kork.
Svo ég ákvað að henda einum inn varðandi top 10 bestu spilaranna á klakanum. Tek fram að menn meiga vera ósammála hver öðrum en eru engar skoðanir rangar þótt þær virðast vera frekar heimskulegar.
Þetta er einungis gert til gamans…. engin dauðans alvara og maður gæti vel gleymt einum og einum spilara sem á vel heima á þessum lista. (biðst ég afsökunar á því fyrirfram)
Sjálfur ætla ég að miða við seinustu online mót og eitthvað af lani. Vináttuleiki þýða ekki neitt fyrir listagerðinni.
Verður horft á reynslu á mönnum einnig þ.e. bara á þessu ári.
Menn sem voru að vinna mót fyrir það fara ekki á listann þó þeir teljist vissulega sem sterkir einstaklingar í þessum leik (old seven crew).
Top 10 spilar á Íslandi.
1. rws wilson; Maðurinn sem oft hefur gleymst í skugga margra spilara í rws. Tel ég að þessi maður sé líklegast einn sá mikilvægasti innan liðs rws þó það lið eigi heilan helling af hörku spilurum
2.cG Detinate; Margir eiga eftir að rífa þau fáu hár neðan af sér með þetta val mitt en tel ég persónulega hann vera hittnasta mann íslands sem stendur og á lönum er gífurlega öflugur
3.rws Vargur; Engin listi yrði almennilegur nema arnar væri í top5 að lámarki, hefur hann í langa tíma verið tallinn einn af bestu spilurum landsins og hér er engin breyting á. Með nokkrum lönum og mótum tel ég að hann eigi vel heima í besti spilari landsins.
4. cG Entex; Fyrri hluta árs var þessi maður gífurlega öflugur í online mótum með cG, get ég sagt fyrir mína hönd að ég hef sjaldan sé menn standa sig jafn vel í erlendum leikjum og þessi maður. Fyrrum Ice legend. Núna búinn að minka spilun sína og veit ég varla hvort hann láti sjá sig innan herbúða cg (hjalti og ívar hafði fullt leyfi til að svara þessu)
5. cG Kaztro; Gengið vel á lönum, jafnt sem online á árinu, margir ef til vill langt frá því að vera sammála mér en engu að síður tel ég miðað við árangur þeir eiga skilið að verma þetta sæti. En og aftur gef ég alveg fullt leyfi til að vera sammála og þá segja af hverju menn eru ekki sammála mér um þetta val og hvernig þeir myndu velja. (plús þeir voru að vinna liði í clanbase sem sló seven út á WSVG í london)
Jæja núna eru kominn fyrstu top5 og ágætlega rökstudd og var ég í vægast sagt erfiðleikum að skrifa næstu sæti því fannst mér þessi spilara ,,yfirburðarmenn" á árinu. Næstu spilara eru ef til vill svipaðir í spilun en þó missterkir þegar við tölum um úrslit á mótum.
6. cG Fearless; Maðurinn sem hélt celph saman, maðurinn sem heldur cG saman, búinn að spila vel á árinu og búinn að vinna allt sem liðið nánast snertir, má þess geta að ég tel hann hafi verið lykilmaður (lánsmaður) nova á HRingnum þar sem þeir náðu öðru sæti á eftir RWS en á mótinu stóð hjalti sig mjög vel. (var mjög freistandi að setja nova mann hér en þeir hafa ekki unnið neitt á árinu og náðu 2 sæti á HRingnum með mjög sterkan lánsmann, tek ég samt fram þeir eru top lið af mínu mati en þetta er einstaklings listi.)
7.rws odinz; Já starting 5 í RWS segir allt sem segja þarf á árinu, maðurinn sem klárar, á lani mjög deadly, á netinu telst hann víst ekki sem top10 spilara landsins en ég tek ekki einungis mark á því hér. Úrslit á lönum telja og online (t.d. clanbase go boys)
8. Newtactics Rudolf; Hér á fólk eftir að væla, hann er með þér í liði og blablabla. Hann er búinn að vera í top4 sætum á öllum mótum á árinu og spilar í clanbase með rws. Gífurlega sterkur einstaklingur (hér er verið að horfa á einstaklingsgetu) sem stóð sig gífurlega vel á HRingnum meðal annars. (held hann hafi gert Íslandsmet í ace-um á einu lani)
9. RWS stebbz; Enn horfi ég aftur á langetu en ekki online, menn hafa verið að standa sig vel í rws á árinu, og hann var sterkur á HRingnum og hefur verið að gera ágæta hluti online (hér er ég að verða kominn með skort á spilurum).
10. Newtactics 4gotten; Aftur mann úr mínu eigin liði….Veit frekar slæmt en menn verða víst að velja menn sem þeir vita hversu góðir spilarar eru miðað við getu í mótum og annað. Sterkur á seinustu mótum online og at lan.
Hér eiga ef til vill aðrir spilarar heima hugsanlega úr Nova og fleiri liðum. T.d. Trasgress sem ég vildi setja í top5 varðandi getu en hann hefur ekki unnið neitt mót (eða náð sæti), né látið sjá sig á lani. Því gat ég ekki set hann á þennan. Jafnvel stalz en aftur menn hafa ekki verið að sýna sig á mótum þótt addi var sterkur á seinastasta ári með ru á hringnum.
Þetta er allt gert til gamans og vona ég til að fá svör og þá helst ykkar lista og hafa þá rökstudda ekki bara skrifa 10 nick á einhverjum random spilurum og af því bara.
Ég þakka fyrir mig og bið fólk að lesa allt sem ég skrifað áður en það fer að væla.
Ég hef rökstutt flest sem ég ákvað með sætin á spilurum og já ég setti mig ekki í neitt sæti (ótrúlegt finnst sumum:P)
Bætt við 17. október 2008 - 10:08
Afsakið stafsetningu!
En annað sem ég fékk smá ábendingu… Fólk sem ætlar að nefna fólk út í bláinn .. Rökstyðjið svar ykkar.
Eins og fullorðna fólkið gerir, þá get ég lofað ykkur það verður þá hlustað á ykkur og ef til vill fáiði gott svar.
Gætuð einnig bætt ykkur í íslensku sem á eftir að gera ykkur gott í framtíðinni varðandi nám :)
(sjálfur er ég slæmur í málfari og stafsetningu)