Ég vill byrja á því að minnast á það að ég er á 18. ári.
Ég vill nú meina að þroskamunur á 14 og 28 ára fólki sé oft minni en margir halda.
Ég var í klani með 13 ára dreng, með honum í liði á Skjálfta og líkaði vel, gott að spila með honum, frábær strákur á alla vegu. Auðvitað var hann ekkert fullkominn, en er það einhver?
Ég hef líka verið í klani með 20-30 ára einstaklingum sem haga sér eins og fíbbl og hálfvitar daginn inn og daginn út, með þroska á við steinvegg.
Það er mjög asnalegt að alhæfa, þ.e. segja að allir 13-14 ára krakkar séu bara óþroskaðir vitleysingar, og að allir sem eru komnir yfir tvítugt séu hinir mestu fyrirmyndarmenn, því þannig er þetta ekki. En ég skil vel aldurstakmörk hjá klönum, því að auðvitað er erfitt að hafa svona unga stráka í klani ef meðalaldurinn er miklu miklu hærri.
Um eXzor veit ég samt ekkert. :) <br><br><img src="
http://raggi.svavarl.com/zenith/signaturesmall.gif“ border=”0"