Ég á í vandræðum með að fá Ventrilo 3.0 til að virka almennilega hjá mér. Ping flakkar á milli 250ms í 30.000 ms þegar mikið er talað. Það gerir svo mikið delay að ég er ónothæfur á Vent.
Ég er með 12mb tengingu hjá Vodafone, Zyxcel 660 router og er búinn að opna port 6100, 5000 og 3874 á bæði windows firewall og routernum. Samt er ég að lenda í þessu. Ég er búinn að uninstalla og installa nokkrum sinnum og ekkert.
Er einhver sem hefur lent í þessu sama og er með töfraráð til að láta Ventrilo 3.0 virka sem skildi.
Takk fyrir að lesa þetta.
Kveðja,
Xavie