Hvernig væri nú hugi.is/hl mundi taka sig til og hafa öll möpp í einhverjum download dálk hjá sér.
Ég hef einnig rekið mig hrottalega á að ping með winXp er skelfilegt og hreinlega ekki hægt að spila CS á þennann hátt.
Vissulega er ég búinn að downloada öllum hugsanlegum winxp critical updates og öllum driverum og pötchum en það virkar ekkert ping booster og allt þetta er ekkert að virka mér sýnist það að þeir sem eru með winxp þurfi bara að strauja vélina hjá sér og setja upp nýtt stýrikerfi ég hef heyrt að win2000 sé mjög gott og sumir hafa jafnvel hent upp win98 hjá sér og þá séu þessi ping vandamál úr sögunni. En þetta er nánasta skelfing að þurfa sitja sig undir þessu og finnst mér að windows expertar ættu að taka sig til og reyna að finna einhverja lausn á þessu vandamáli.
Einnig vil ég benda á að þar sem ég spilaði á simnet serverum um helgina og fylgdist ég með einum ónefndum skaut í gegnum veggi og headshottaði í gríð og erg vissulega er hægt að vera góður en ekki svona góður ég lagi mig allann fram við að fylgjast með þessum einstakling þar sem hann spilaði greinilega undir fölsku nafni og skipti um nikk reglulega og gerði manni mjög erfitt að fylgjast með. Það sem ég vil spyrja að er hægt að nota IP tölu viðkomandi en ip talan er breytileg en er hægt að komast að því þó svo að hún breytist.
Allavega þá vona ég eftir einhverjum svörum varðandi winxp eða hvernig er hægt að negla þessa kumpána niður varðandi svindl.
Ég vonast til að heyra frá ykkur.
Happy Hunting félagar…..
[S.A.C.S.]Soth