Öll CS lið skrá sig á hringinn.. comon 24 lið?

Skráningu er ábótavant í suma leikina. Mögulega er ástæðan sú að sumir þora ekki að vera þeir fyrstu. Vil ég því flytja þær fréttir að á meðan a.m.k. tvö lið eru skráð í keppni í ákveðnum leik, þá verður hún haldin og sigurvegarinn fær verðlaun. Verið því viss um að koma sem flestum leikjaunnendum á mótið.

Til að hjálpa til með skráninguna, þá hefur verið ákveðið að ef eingöngu eitt lið er skráð og staðfest í einhverja keppni, þá fá allir í því liði 50% afslátt af mótsgjaldinu. Sá afsláttur fellur niður um leið og 2. liðið hefur staðfest sig í þá keppni. Farið verður eftir stöðu okkar lista eins og hann verður þegar byrjað er að hleypa inn á mótið. Til að hafa það á hreinu, þá gildir þetta eingöngu fyrir opinberu keppnirnar í CS 1.6, CoD, DotA og Quake 3 CTF.

Quake 3 CTF verður þannig uppsett að um er að ræða tvö 5-manna lið sem keppast við að ná í flagg andstæðingsins. Hver viðureign er í 20 mínútur en ef það er jafntefli, þá heldur keppnin áfram þar til annað liðið fer yfir. Skráning í Quake 3 1vs1 mun fara fram á mótinu sjálfu. Þar verða spilaðir 15 mínútna leikir. Vegleiki verðlaunanna mun fara eftir þátttöku. Nánari upplýsingar um tilhögun Quake 3 keppnanna munu liggja fyrir þegar nær dregur keppni.
-Lanmót.is
(Counter-Terrorist)