esports
enn fer að líða að lanmótinu HRingurinn, en það verður haldið í Háskóla Reykjavíkur helgina 15. - 17. ágúst næstkomandi. Keppt verður í leikjunum Counter-Strike 1.6, Call Of Duty 4, DotA og Quake. Síðan verður leikjapartý í þeim leikjum sem þú vilt spila svo það verður nóg að gera hjá hinum almenna leikjaspilara á mótinu.

Skráningin er í fullum gangi, en það eru 170 notendur skráðir á www.lanmot.is og er síðasti skráningardagur á þriðjudeginum fyrir lanmótið eða n.t. 12. ágúst. Það komast yfir 300 manns á HRingurinn, þannig að enn er pláss. Það myndi létta vinnu mótshaldara ef hægt væri að ganga frá skráningu sem fyrst.

Til gamans má geta að GameTíví bræðurnir, þeir Ólafur Þór Jóelsson og Sverrir Bergmann verða á svæðinu að taka upp þátt sem verður sýndur í september n.k.

Myndir af aðstöðunni: www.esports.is/index.php?showtopic=5547

- http://www.esports.is/index.php?showtopic=5926

Svo drífa sig að fylla í auðuplássin, gogogo.

Bætt við 5. ágúst 2008 - 16:31
Djók, það eru 10 dagar í lanmótið, en 3 - 4 dagar eftir af skráningu :D