Fyrr í kvöld var ég að ræða við föður minn um hvort CS væri íþrótt eður ei. Ég gerði mikið af því að segja: “Ef skák er íþrótt, þá ætti CS líka að vera íþrótt”. Það eina sem hann sagði er: “þú getur ekki borið skák og CS saman”(hann er ekki mjög góður að rökræða vegna þess að hann notfærir sér útúrsnúning ef hann getur ekki komið rök). Ég var allan tímann að reyna fá einhvur rök úr honum en það var vita vonlaust. Síðar fór ég að hugsa út í þetta og komst að því að CS hlýtur að vera íþrótt vegna þessara ástæðna. (Eftirfarandi á að sjálfsögðu ekki við um almennings servera þar sem samvinna er mjög sjaldgæf þar)
1. Allir leikmenn verða að vinna saman ef árangur á að nást (eins og í öllum liðsíþróttum).
2. Vonlaust er að sigra leik nema að liðið plani leikinn og vígvöllin áður en haldið er af stað (eins og í öllum hugaríþróttum).
3. Einbeiting og sjálfsagi skiptir miklu máli hjá hverjum leikmanni ef að liðið á að sigra (eins og í öllum íþróttum).
Af þessu má álykta að CS er ekkert nema íþrótt þó að ég hafi verið að bera íþróttina saman við skák (sem er hobbý fyrir nörda). Ég gerði það einungis vegna þess að skák er viðurkennd íþrótt.
<br><br>
<B>Otherz will succumb to [SBL]'s ownage</B>
<a href="http://www.finnursig.ath.cx/sbl//"> [SBL]sinuz