Það hafa einhverjir verið að ræða um það að banna nef og murk úr skjálfta fyrir að tveir úr hvoru liðinu spiluðu með evil. Að sjálfsögðu var þetta lame og refsingavert, en að banna heilt lið út af einhverju svona, í móti sem er ekki tengt icsn einu sinni? Ef þeir hefðu verið að nota wall hack og aim bot þá hefði ég frekar skilið bann.
Mér finnst fullkomlega eðlilegt að einhverjir verða bannaðir á icsn, þetta var brot á lögum deildarinnar og ekkert meira við því að segja, jafnvel að banna allt liðið. En að ganga lengra finnst mér óþarfi, þeir sem spiluðu með Evil eru miður sín og hafa meðal annars hætt í sínum klönum til að sýna það að þeim er ekki sama um þetta mál. Þetta voru mistök og fólk ætti ekki að draga upp byssuna og krefast aflífunar alveg strax…
Þetta var ekki eitthvað grand plot eins og sumir hafa reynt að ýgja að, ég var sjálfur ánægður með að sjá love á domainofgames sem sigurvegara á icsn, þó að ég hefði frekar vilja sjá mitt lið sigra. Þetta voru (ég endurtek) aðeins mistök mjög fárra og ætti bann í icsn alveg að vera næg refsing fyrir þá í þessu tilviki, sérstaklega þar sem umræddu spilarar hafa aldrei lennt í neinum vandræðum áður svo ég viti, bann á skjálfta eða einhverju öðru en icsn yrði eins og að dæma ungling sem keyrði yfir á rauðu í lífstíðarfangelsi (ýkt dæmi but you get my point ;) … peace.