Ég var að velta fyrir mér hvort þessi “svindl” mál væru svona eins heit hér í TFC hlutanum eins og þau virðast vera hjá CS hliðinni?
Það var einhver sem kom inn á á fortress - E fyrr í kvöld og sagði bara “I cheat” og hvarf síðan út strax en ég er næstum því viss um að hann var erlendis frá (næstum…)
Svo er það auðvitað spurningin hvað menn kalla svindl og hvað það er sem fær menn bannaða? Ég hefði gaman af því að vita hvað það er sem maður “ætti” að sjá gerast fyrir framan sig ef svindlað er :) …. Það má reyndar spyrja að því hvort “góðir” configgar sé ekki á gráum svæðum, þegar nýliðarnir eru að fá sár á bossann vegna þekkingarleysis ofl. í þá áttina?
Þetta anty-cheat dæmi sem er komið á serverana getur varla verið annað en til GÓÐS!, amk. ættu menn að hætta að geta sakað alvöru menn eins og “TARZAN” um svindl, hann er bara ofurgóður sá gamli …. hehehe (sorry TARZ..)
(ég hef reyndar fengið svona “cheater!” athugasemdir líka :( eins og kannski flest allir af þessum “gömlu” risaeðlum í þessum leikfjanda)
SMOOOTH *curious*