Sælir Hugarar
Ég er að spá að um daginn var birtur hérna listi með svindlurum sem voru í banni á íslenskum serverum hérna heima. Þar voru birtir 4 spilarar að mig minnir og minnir mig líka að þeir voru: Butcer, Shayan, Dominator og [myg0t]terror. Shayan og Dominator voru úrskurðaðir úr banni 10.janúar síðast liðinn. Ég vil byrja á að óska þeim til hamingju og vona að þeir hafi tekið bannið til sín og hafi þroskast ef svo var að þeir þurftu þess. Kannski eru vissar ástæður fyrir svindli eða ekki. En samt mér finnst þessi bannlisti hafa sína kosti og galla. Þetta setur fastan stimpil á þessa leikmenn sem erfitt er að losna við þótt að þeir séu ekki enn í banni. Alls ekki taka þessu ílla Shay og Dominator en alltaf þegar ég á eftir að heyra þeirra nick getið þá á maður eftir að leiða hugan af þegar maður sá í topic á #counter-strike.is og í mörgum fréttum hérna á huga þegar gaurarnir voru teknir við svindl. En allaveganna mér finnst að þeir sem hætta að svindla eigi að fá sjéns aftur á server. Eins og [myg0t]Butcer betur þekktur sem Butcer er kunningi minn og er í sama skóla og ég, hann ætlar alls ekki að hætta að svindla, mér finnst að hann eigi að vera í endalausu banni. En ef svo yrði að hann myndi sjá að sér stráklingurinn og vilja hætta að svindla, myndi zlave* gefa honum sjéns? Ég efa að Íslenskir CSarar munu taka því erfiðlega að kyngja því ef hann myndi hætta að svindla að hann væri hættur, vegna þess að hann er þekktur fyrir að svindla mjög mikið.
En eina pointið með þessari grein er að vekja athygli á að ekki velta of mikið upp úr því ef gaur er tekinn með svindl. Kannski er hann að sjá hvernig svindlið virki til þess að geta bustað gaur á server með það. En mér finnst að það eigi einungis banna svindlara fyrir það að hafa notað svindlið af heilum vilja. Auðvitað segja allir að þeir hafi verið að testa þetta. Mér finnst að það eigi ekki að banna fyrir það að það finnist svindl inn á tölvum eða svindleifar. Ég tek hérna dæmi um vin minn, Andra, [Cadia]n0limIt, hann var að mér sagt tekinn fyrir svindl með svona “echo source” dæmi á IRCinu. Hann t.d notaði það aldrei! ALDREI! eins og hann segir og trúi ég honum fyllilega, það sem málið var að hann var á lani og var að flytja CS yfir á tölvuna sína og fékk eitthverja svindlfæla með sem hann gleymdi einfaldlega að deleta. Leið og hann var “gripinn” með þetta þá voru allir á IRCinu búnir að frétta þetta og byrjaðir að tala um þetta. Ég var meira segja á Mania að leik og ég heyrði þetta. Þið sem bustið gaura, talið um þetta á milli ykkar sem hafa eitthvað með málin að gera. Well samt þið hafið staðið ykkur vel. Sérstaklega zlave og Stormur með Thursadeildina :) Jæja tell me what you think :)