Það á enginn að þurfa að lifa þá kvöl að sjá eftir sínum besta vin á ungaaldri, en stundum gerast hlutir sem ekki gefa boð á undan sér. Aðfaranótt laugardags þá misstu margir góðan og traustan vin, vinur okkar seven manna og besti vinur Danna (Primo) lést í umferðarslysi. Það er varla ekki hægt að setja sig í þá tilfinningaræmu að missa þann sem er þér svo góður vinur að þú hugsar til hans sem bróður og hvað þá að missa tvo af sínum bestu vinum seinustu 6 mánuði hlýtur að vera einn svo dapurlegasti viðburður í lífi manneskju á lífsferlinu.
Ekki bara Danni missti góðan vin, heldur allir í seven, vinir og kunningjar okkar. Örn var frábær strákur, það sem ég þekkti af Erni var að hann var alltaf hress, alltaf með einhverja góða nýja branda og góð djöfsaleg dólgslæti þegar hann var í glasi. Hann var einn mesti karakter sem ég hef kynnst á minni lífsleið og þó hef ég kynnst þeim fljögmörgum. Það er sorglegt að horfa á eftir svo ungum einstakling sem átti allt lífið framundan fara svo fljótt frá okkur.
Ég mun ávalt muna seinustu stund mína með Erni, hann kom á Kísildalsmótið um nóttina og var að tjékka á okkur spila póker, við töluðum saman og skiptumst á einhverjum heimskulegum bröndurum. Þegar hann fór þá föðuðmst við og ég sagði við hann “Hugsaði vel um þig Örn” og ég fékk til baka “Sömuleiðis”. Að geta átt svona moment sem seinasta moment með góðum vini er eitthvað sem allir þurfa að eiga. Ég get lítið hugsað og sagt um þennan hræðilega atburð, ég var vakinn upp með þeim orðum að móðir mínn sagðir mér að góður vinur minn hafi látist, ég veit ekki alveg hvernig ég hef átt að haga mér í nótt útaf ég hef hugsað um þetta í alla nótt.
Ég vill óska fjölskyldu, nástöddum og bestu vinum(Danna), djúpar samúðarkveðjur og mega góðar minningar og hugsanir fylgja ykkur í gegnum erfiða tíma sem framundan eru.
Hvíldu í friði elsku Örn, þú munt alltaf vera í minni minningu.
Kveðja,
Guðmundur Helgi.