Mig langaði bara að fá að heyra tónin í mönnum, en sjálfur allavega komst ég að því í dag, en ég veit ekki hversu lengi það hefur verið ljóst, að duckjump, ef notað er án scrolls, er leyfilegt.
Fyrir utan þær staðreyndir að duckjump ruglar hitboxið hjá þeim sem það nota með þeim afleiðingum að það sé erfiðara að hitta hann.
Hversu fáranlegt er það eiginlega að vera ekki löngu búnir að láta það vera ljóst að þetta kæmi til með að vera leyfilegt.
Núna stend ég frammi fyrir þeirri stöðu að hafa aldrei notað þetta, og aldrei reynt það, og mun núna um næstu helgi lenda á móti fjölda spilara sem hafa masterað þetta í lengri tíma þrátt fyrir að það væri bannað á meðan ég get það einfaldlega ekki.
Eth og félagar eiga hrós skilið fyrir að standa að þessu lanmóti og ef þeir kjósa að hafa það þannig að leyfa duckjump, þá er það þeirra að ákveða það.
Ef duckjump kemur til með að vera leyfilegt á þessum lönum, þá mun ég að sjálfsögðu stunda það jafnvel þótt ég hafi óbeit á því. Vegna þess að ég vill ekki standa verr að en andstæðingar mínir.
Núna getur bara hver og einn vonað fyrir sig að sitt lið hafi sem flesta fyrverandi svindlara, eða hoppara sem kunna þetta því þá ættu þeir að vera í betri málum en flestir.
Sjálfum finnst mér að það ætti að slá þessu AMK á frest og geyma þetta þangað til á næsta móti og láta það vera ljóst þá strax að það verði leyfilegt þá heldur en að grýta þessu í mann svona rétt fyrir mót.
Fyrir mér er þetta eins og hundraðmetra spretthlaupara hafi verið sagt 3 dögum fyrir ólympíumót að það sé hætt við 100m hlaupið en í staði verði 120m hlaup eins og þeir í asíu eru vanir.
Endilega segið ykkar skoðun.