Ég hef, eins og alltaf, eitthvað að segja við öllu sem kemur inn á huga. Ætla að gera örstuttan þráð um CS á Íslandi í dag og tvær hugmyndir um hvernig við getum komið honum aftur í gang.

Núna hefur CS verið basicly ,,dauður" í meira en 1 og hálft ár. Dauður: lítill metnaður fyrir onlinemótum, skjálfti hættur, gömlu spilararnir hættir o.s.frv. En núna hefur ótrúlegur hlutur gerst, 46 lið (bráðum verða þau vonandi 48) hafa skráð sig til leiks einungis í Counter-Strike á Kísildal lanmótinu sem verður í Egilshöll. Þetta þýðir að yfir 250 spilarar séu að mæta bara til að eyða einni helgi í að spila CS. Ef þetta mót heppnast vel, þá sé ég enga ástæðu fyrir því að halda ekki annað, og svo annað, og koma bara í staðinn fyrir skjálfta. Ég held að það myndi hrista heldur betur öllu upp og að CS myndi endurlífgast, allavega að hluta til. Svo verðum við spilararnir aðeins að minnka kjaftinn, sérstaklega hérna á huga, og reyna að gera allt sem við getum til að draga einhverja nýja/gamla spilara í cs.

En tvær hugmyndir til að bæta samkeppnina, allavega online, eru þessar:

1) Gera íslenskan ladder. Hvernig myndi fólki lítast á það að vera í ladder? Það myndi halda samkeppninni uppi og myndi ekki taka nema c.a. 2-3 mánuði MAX.

2) Og/Eða gera einfaldlega lista yfir bestu liðin á landinu, sem margir active spilarar, bæði góðir, þekktir, lélegir og óþekktir koma við. Uppfæra listann, jafnvel eftir laddernum, vikulega eða á hverjum tveimur vikum og posta honum hingað.

Hvernig væri það?

Bætt við 29. maí 2008 - 10:13
Þegar ég tala um listann, þá meina ég að margir séu að vinna í því að gera hann. Jafnvel hópur 10 manns, sem að fólk gæti komið með tillögur að. Mín hugmynd var eitthvað í þennan dúr: tony, eth, vargur, romim, azaroth, detinate, einhver active (og helst ekki fullur) úr got0wned, einhver active úr ninth, ég:$, einhver active úr ax