Núna er eSports onlinemótið alveg að verða búið en uppi standa enn 3 lið sem geta sigrað keppnina. Þau eru Got0wned? og New Tactics sem eiga leik í undanúrslitum næstkomandi sunnudag og CC sem fóru í gegnum 8 liða og undanúrslitin á forfeiti (gegn RuGaming og FMiF). Úrslitaleikurinn verður vonandi spilaður þriðjudaginn 27. maí.

En auðvitað eru fleiri sæti sem keppt er um heldur en bara 1. sætið. Í leikjunum um 5-8. sæti enda RuGaming í 8. sæti vegna þess að þeir eru hættir en svo eru GeaRed-Up, ninth og Hogwarts sem keppast um 5-7. sætið. Ninth og Hogwarts eiga leik í kvöld (fimmtudagskvöld) eða á morgun (föstudagskvöld) en bæði lið hafa staðfest að þau nái liði þessi tvö kvöld. Liðið sem sigrar í þeim leik spilar við GeaRed-Up upp á 5. sætið en liðið sem tapar endar í 7. sæti. Svo er auðvitað bronsleikurinn sem verður milli FMiF og Got0wned? eða New Tactics.

Ég vill koma því á framfæri hversu ósáttur ég er með hversu mörg forfeit hafa verið í þessari keppni. Mér finnst að allir CS spilarar ættu að taka sig til og leggja meiri áhuga í CS spilun til þess að gera leikinn skemmtilegri fyrir alla, í staðinn fyrir að væla bara yfir því hvað CS er dauður. Hvernig væri að reyna að lífga hann við? Það verður eflaust annað mót í sumar hvort sem það er á vegum esports.is eða ekki og þar vill ég sjá færri forfeit. Ef það mun takast þá erum við einu skrefi nær því að ,,endurlífga" CS á Íslandi.

Meira um mótið er á www.esports.is sem virðist vera niðri, allavega hjá mér, í augnablikinu. En allavega þá eru þetta leikirnir sem eiga að spilast á næstu dögum:

Undanúrslit
Got0wned? - New Tactics

5-7. sæti
Ninth - Hogwarts

Svo þegar þessum leikjum líkur þá hafa lið frest þar til 27. maí til að ljúka síðustu leikjunum en þeir verða:

Úrslit
Got0wned?/New Tactics - CC

Brons
Got0wned?/New Tactics - FMiF

5. sæti
Hogwarts/Ninth - GeaRed Up


- Kveðja Ívan, með von um mikið betri þátttöku í næsta móti.