Sko, það sem ég á við er að þetta er óþarflega flókið. Segjum sem svo að einhver hópur manna vilji taka sig saman, segjum 10, og standa að einu liði (sem ég fæ ekki séð af hverju ætti ekki að mega) og skipta út eftir atvikum, þurfa þeir þá allir að borga? Það hlýtur að teljast sérkennilegt þegar ekki spila nema 5 í senn. Af hverju er ekki bara rukkað fyrir þessi 5 sæti, og þá upphæðin hækkuð ef því er að skipta, segjum uppí 4 þúsund kall á sætið sem gerir þá 20 þúsund á hvert lið.
Svo ber liðið, eða sá sem er í forsvari fyrir það, bara ábyrgð á því að borga (menn geta deilt í þessa upphæð sín á milli) og sá ber einnig ábyrgð á því að liðið sé mætt þegar dómarinn blæs í flautu sína.
Bestu kveðjur,
<br><br><a href="
http://www.ggrn.org">[GGRN]</a>Rooste