Það er frábær leikur sem er blanda af tveimur skemmtilegustu leikjum í heimi, eða fótbolta og Counter-Strike. Þessi leikur heitir soccerjam og í honum er hægt að spila á marga vegu, 5vs5, 7vs7, 11vs11 og bara hvernig sem maður vill. Þetta er ekki beint leikur og ekki heldur beint mod, heldur ferðu bara á server og dlar mappinu og getur spilað leikinn. Mappið er fótboltavöllur með stúku og menn geta farið um allt mappið eins og þeir vilja.

Get varla útskýrt þetta frekar en IP á eina serverinn sem ég veit um (erlendur server) er: 85.21.79.200:27015

En jú, við erum búnir að gera wNe.is soccerjam clan og í því erum við komnir með í kringum 10 meðlimi en ætlum að ná AÐ MINNSTA KOSTI 16 manna liði til að spila 11vs11 spil eða 7vs7 spil gegn öðrum liðum. Msg Ivan á irc um join, hver sem er fær að joina ef hann bara er skemmtilegur og frekar active :].

Vonandi fara önnur clön að byrja í þessum magnaða leik en til dæmis verður hann að öllum líkindum spilaður í leikjagríninu á Kísildals LANmótinu og ef það gengur vel verður haldið soccerjam onlinemót.