Nei það er alveg fáranlega auðvelt.
1. Slökktu á tölvunni. (allt í lagi að taka hann alveg úr sambandi, þarf samt ekki)
2. Opna kassan.
3. Skrúa eina skrúfu þar sem kortið kemur við kassan
4. Taka gamla kortið úr. (getur verið smá hakk aftast á kortinu niðri, þar sem kortið fyrir ofan í sökkulinn á móðurborðinu, sem þú þarft að ýta á)
5. Setja nýja kortið í.
6. Skrúfa skrúfuna þar sem kortið og kassinn koma saman.
7. Loka kassanum.
8. Starta tölvunni. (setja hana í samband ef þú hefur tekið snúruna úr sambandi)
9. Installa nýjasta drivernum fyrir skjákortið.
P.s. ekki vera með drullugar hendur. reyndu að koma við kassan áður en þú tekur utan um kortið (til að taka burt stöðurafmagn í þér). Ekki vera hræddur um að tölvan springi. Þetta er viðkæmt dót en ekki svo viðkæmt.