Ég veit ekki hvenær, en hann byrjaði frekar ungur að aldri að æfa knattspyrnu og varð hann nú bara frekar góður í þeirri iðju.
Í kringum 14-15 ára aldurinn hætti hann knattspyrnuiðkun og sökk djúpt í dimma undirheima tölvuleikjana, þó aðallega Counter-Strike. Hann kom sér uppi “nickinu” entex og spilar enn þann dag í dag undir því “nicki”.
Hins vegar, í dag er Friðrik 21 árs gamall. Hann rúntar grimmt um á Volkswagen golf, stundar nám við Framhaldsskóla Húsavíkur og æfir knattspyrnu undir harðri leiðsögn Jónasar Hallgrímssonar.
Hann á undurfagra og indæla kærustu sem ber nafnið Sylvía. Hann stundaði ræktina grimmt en Jónas bannaði honum það vegna fótboltans, en Friðrik er þó helvíti vöðvastæltur eftir þann tíma sem hann eyddi í Töff Heilsurækt á Húsavík. Einnig fer/fór hann í ljós og er hinn myndarlegasti maður í dag.
Já, það má með sanni segja að Friðrik hefur virkilega tekið sig á og er með sanni hægt að segja að hann sé fyrirmynd okkar allra í dag ef við horfum framhjá þeim árum er hann spilaði CS hvað mest.
Ég þakka kærlega fyrir mig, Friðrik þú veist ég elska þig. <3
Davíð Helgi
Bætt við 26. apríl 2008 - 21:24
Ég veit það er nokkuð um stafsetningarvillur eins og það á að vera stórt “e” í Eiðs og tvö “n” í tölvuleikjanna.
Afsakið þær en ef Friðrik biður um að þessu sé eytt þá vil ég að því sé framfylgt strax.
Konv!cteD :: Untflosehh