Getur ekki borið saman verð á leik sem er til sölu í verslun og á netinu beint frá framleiðanda.
STEAM þarf ekki að hugsa um neinn aukakostnað, svo sem laun starfsmanna í versluninni, leigu á húsnæði (rafmagn, vatn, etc…), flutning á vöru og svo framvegis. Þú bara kaupir leikinn á netinu, downloadar honum og búið.
Þú verður líka að hafa það í huga að allt er að hækka á íslandi. BT er með margar búðir um allt land og það kostar sitt að reka svona stórt fyrirtæki.
En vissulega þá er ég sammála þér að þetta er pínu dýrt en einsog góðvinur minn hann stebbi benti á að þetta er ekki alfarið BT að kenna. - BT kaupir allt sitt af SENU. Það er SENA sem er að okra.
Ég veit hinsvegar ekkert um hvort þetta sé að fara lækka eða ekki en ég get vel séð það gerast í náinni framtíð þar sem BT er meira og minna farið að snúa sér til Merlin í Danmörku.