Þegar ég klikka á Counter-Strike í Steam og það kemur “Prepairing to Launch Counter-Strike” svo hverfur sá gluggi og CS opnast eins og hann ætti að gera og ég sé menu myndina en það er ekkert options og find servers eins og það ætti að vera heldur dett ég bara beint út úr leiknum, án þess að geta gert neitt.
- Ég er búinn að update-a alla drivera sem mér datt í hug að þyrfti að update-a.
- Ég er búinn að reinstalla Steam 2x.
- Ég er búinn að Repaira Steam í Add/Remove Programs.
- Ég er að nota tvo skjái og ég prufaði að taka annan úr sambandi og hafa stillt á bara einn skjá til að athuga hvort það myndi einhverju breyta.
- Búinn að leita í Steam forums eftir svari og ég finn engann þráð um þetta.
- Ég er búinn að prufa öll möguleg commands í Launch Options.
..svo ég spyr ..Er einhver sem er búinn að lenda í þessu og veit hvernig ég á að tækla þetta?
ég er með AMD64 4000+ Dual Core, 2GB minni og ATI FireGL3100 skjákort ..sem er ekkert spes en ætti alveg að höndla cs.
Bætt við 16. mars 2008 - 20:47
hmm, ég get spilað Audiosurf, en þegar ég reyni að opna Half Life gerist það sama og með CS, spes :S