Þegar ég vaknaði í dag og ætlaði í tölvuna þá var power ljósið á skjánum mínum blikkandi grænt. Yfirleitt logar annaðhvort grænt ljós(þegar það er kveikt á tölvunni) eða appelsínugult ljóst (þegar slökkt er á tölvunni) en ég hef aldrei lent í þessu áður. Það er engin mynd á skjánum og þetta ljós blikkar bara stanslaust, er búinn að prófa að rs-a tölvunni, tengja skjáinn við aðra tölvu, búinn að taka power snúruna úr á báðum endum og setja aftur í og allt sem mér getur mögulega dottið í hug og ekkert gerist.
Fór í manualinn sem fylgdi með skjánum og það eru bara 3 línur í troubleshoot kaflanum og ekkert um þetta og ég las allann manualinn og finn ekkert um þetta vandamál.
Hefur einhver lent í þessu og ef svo er hvernig lagaðiru það?
P.S. ég er með einhver JDV 17" LCD skjá og keypti hann í bónus fyrir 3 árum eða eikkvað svo ég get ekki farið með hann neitt án þess að borga fyrir það.
Plz help!