Camp er allt í lagi. Það er allt í lagi að loka leið til þess að varna þvi að hitt liðið geti sótt fram. Bara taktík, ég persónulega spila ekki þannig en ég skil allveg afhverju það er gert. Við Necro menn, erum með nokkra staði sem við látum viljandi einhvern kampa (iðulega monkey, góður sniper), einungis til þess að vinna leikinn, því jú það er það sem leikurinn snýst um. Spawncamp aftur á móti er asnalegt, því þar geta menn ekki svarað fyrir sig því þeir eru skotnir í bakið á sömu mínútu og þeir birtast. K, en allir vita að spawncamp er asnalegt, en sumir kvarta yfir spawncampi og verða voða fúlir, þegar stundum ekkert spawncamp er í gangi, þeir komust bara ekki nógu langt inn á borðið áður en þeir voru drepnir og finnst gott að hugga sig við það óréttlæti að einhver sé að spawncampa.
Nú ætla ég að segja þrennt og vill fá svör um hvort fólk sé sammála eða ekki.
1. Spawncamp er, þegar maður er skotinn þegar hann spawnar og kemur eingum vörnum við því hann er frosinn eða snýr baki í andstæðinginn og á sér ekki von að ná að snúa sér við og drepa.
2. Spawncamp er líka, þegar það er einn útgangur, þar sem það er bara ein leið út, og flöskuhálsinn er þannig að aðeins 1 og 1 komast út í einu, og andstæðingurinn sallar þa niður eftir því sem þeir reyna að berjast út, eins og húsið á hill.
3. Umsátur fyrir allies á oslo tel ég ekki spawncamp, eins og umsátur fyrir axis, á sama borði.
Nú vill ég fá frá fleirum einhver dæmi um það sem þeim finnst vera spawncamp eða ekki spawncamp (taka dæmi af borðunum)og reynum að sortera þetta út svo allir geti gert sér grein fyrir hvað er liðið og hvað er ekki, svo skal ég taka þetta saman og setja á einhverja síðu þar sem fólk getur kynnt sér þetta.