Átæðan fyrir því að ég segi þér að vera ekki nörd er því að mér hentar það. Eins og mér sé ekki sama hvað þér finnist um það sem að ég skrifa…skrifa sonna í staðin fyrir svona, skifa akkuru í staðin fyrir afhverju og skrifa líka fkn í staðin fyrir fucking…!!
Ekkert slæmt að vera nörd sko, bara heppinn þú að vera fljótur með skóla og læra klikka mikið, væri sonna alveg til í að vera nett nörd í mér ef ég segi eins og er.
Þótt þú sért nördog kunnir að skemmta þér þá þýðir það samt ekki að þú megir bara valsa hingað inn og byrja með eitthvað fkn dizz við fólk sem að nennir ekki að skrifa íslensku alveg rétt.
What ever að þú farir á böll, ég fer líka á böll. Grunnskólakrakkar fara líka á sín böll, vertu ekki alveg steikur. Það fara allir á böll og allir í ferðir og eitthvað svoleiðist dæmi, fara bara með sínum jafnöldrum.
Er ekkert merkilegt að vera kannski í 10 bekk og fá að djamma með fólki sem er í framhaldsskóla. Þetta er eins og að vera 17 ára og komast inná ball sem er bannað innann 18. Ekkert merkilegt við að vera einu ári á undan í skóla, nema það að það sýnir bara það að þú er gáfaður og leggur þig fram í að læra.
Þótt að þú sért einhver wannabe Einstein þá þurfa ekkert allir að vera það sko..!!! Mundu það..!!!
Mun ekki fatta hvað þú ert að meina. Ég er fkn 20 ára gömul, er ekki fkn heimsk ef þú heldur það.
Nei, er ekki á stolinni kennitölu.
Verður aðeins að fara að átta þig á því að þótt að þú sért eitthvað extra gáfaður þá eru ekki allir hinir heimskir…!!!
Fokk it, nenni ekki að rífast í þér gaur..þetta er sonna I scream, you scream, we all scream for Icecream.
En annars þá skiptir þetta mig engu máli, get alveg lifað eðlilegu lífi þótt ég sé ekki alveg að tapa mér í heimaverkefnum og einhverju drasli.
Peace out fukker..!!
Kv. Bleiki djöfullinn ;**
Í fyrsta lagi: Satt að segja held ég ekki að ég sé “eitthvað extra gáfaður.” Ég er kannski vel lesinn og svolítið orðheppinn, en í heildina litið held ég að ég sé svona í meðallagi gáfaður, kannski smávegis yfir meðaltali.
Í öðru lagi: Það er algengur misskilningur að ég eyði miklum tíma í nám og leggi mig mikið fram við það. Ég á einfaldlega rosalega auðvelt með flest allt nám. Ég læri sjaldan heima og læri ekki mikið fyrir próf.
Í þriðja lagi: Ég leiðrétti þá sem skrifa rangt vegna þess að ég er tunguverndarsinni, ekkert flóknara en það. Auk þess má ég dissa hvern sem ég vil því það er málfrelsi á Íslandi.
Í fjórða lagi: Ástæðan fyrir því að ég spurði hvort þú værir á stolinni kennitölu var aðallega ritstíllinn þinn. Þar til núna hafði ég ekki rekist á manneskju yfir 18 sem skrifar svona, svo ég gerði bara ráð fyrir því að þú værir á svipuðum aldri og þeir sem gera þetta hvað mest, þ.e. kringum 13. Ég held ekki að þú sért heimsk, sérstaklega eftir þetta svar þitt, hélt bara að þú værir kringum 13. Veit ekki hvort þú manst eftir því hvernig það var að vera 13, en ég geri það. Maður var satt að segja frekar fattlaus.
0
hverjum er ekki skítsama þótt þú sért tunguverndarsinni Euphoria, vælir eins og móðursjúk húsmóðir.. drullaðu þér á /skoli þetta er /hl :)
0
ertu að grínast að gera mál útur þessu?
Eyddu tíma þínum i eitthvað annað en að rífa kjaft á huga.
0
Gaur, er bara ung í anda :D
0