Kæru Hugasnillingar!

Til nánari útskýringa: Sá þráður sem má sjá hér að neðan með yfirskriftinni GGRN nafn gæti hugsanlega misskilist og verður því hér með gerð nánari grein fyrir hvað býr að baki. Þarna er ekki um spurningakeppni heldur brýst þar fram ákveðin tilvistarkreppa okkar GGRN manna. Við horfum uppá klön sem bera kúl nöfn á borð við DoA, evil, Nef o.fl. Hins vegar erum við með GGRN sem jafnvel við sjálfir vitum ekki alveg hvað stendur fyrir. M.ö.o. við erum fastir í ákveðnum vítahring og erum að reyna að finna KÚL tilvísun. Þannig að Tuddinn okkar er að senda út neyðarkall fremur en almenna spurningu.

Við höfum alla tíð verið miklir áhugamenn um þær skammstafanir sem eru í tögum. Það er vitað mál að öll klan-nöfn í cs heiminum þýða einhvað. Ef ekki má lesa merkinguna beint úr nafninu, líkt og hjá Love og Hate (sem þó er ekki alveg víst hvort sé skammtstöfun í raun), þá er alltaf um einhverja merkingarbæra skammstöfuna að ræða. Þetta þekkja allir cs spilarar varðandi klön eins og NeF (New elite Forces), hið látna ESF (Elite Special Forces) og hið nýlega látna ccp klan (Sameinað IRA og DCAP í ódauðlegum orðum TomB:“C fyrir sameinað, skiluru? C er einfaldlega meira töff en S! Hitt C-ið fyrir C-ið í DCAP og P fyrir IRA, því ef við tökum legginn úr R-inu fáum við út P, skiluru?”).

Og nú spyr ég: Skiljið þið? Við viljum vera kúl en erum fastir í einhverjum hallærislegum vítahring. Við höfum velt því fyrir okkur að skipta um nafn en það er einfaldlega of mikið vesen.

Bestu kveðjur,

[GGRN]Fidel**