Vildi nú bara vekja athygli á því hvað [GGRN]Fréttir eru yfirleitt langt á undan sinni samtíð, með puttann á púlsinum og allt það. Hér er tæplega árs gömul frétt (sem finna má í section “eldri fréttir” á ggrn.org) þar sem segir frá því þegar hann Fidel okkar hitti NIP Kulspruta á tölvuráðstefnu í Cannes.
Rooster
Fös. 16. febrúar 2001 11:40
Fidel á faraldsfæti hittir einn meðlima [NiP] (Ninjas in Pajamas)
[GGRN] í samstarf við sjálfa heimsmeistarana
“Það fór afskaplega vel á með okkar. Hann reyndist hinn skemmtilegasti og við lögðum drög að nánu samstarfi þessara klana,” segir Fidel í örstuttu samtali við [GGRN]Fréttir. Á ferð sinni um Evrópu nú á dögunum hitti Fidel einn af heimsmeisturunum í Counter-Strike, nefnilega engan annan en NiP-Kulsprutan í sænska klaninu [NiP] (Ninjas in Pajamas).
Eins og glöggir lesendur þessa vefs vita er Fidel einn af stríðsfréttamönnunum og var hann einmitt að reka erindi klansins á meginlandi Evrópu. Hann hitti NiP-Kulsprutan í Cannes á sérstakri tölvuleikjaráðstefnu þar í borg. "Jú, auðvitað er gaman að hitta svona kempu og var ekki frítt við að ég væri eilítið feiminn í fyrstu. En þegar kom á daginn að hann kannast vel við [GGRN] þá brotnaði ísinn,“ segir Fídel en hann er nýlega kominn til landsins.
”Það kom mér vissulega nokkuð á óvart að hróður okkar ágæta klans hafi borist svo víða sem raun ber vitni,“ segir Fidel rjóður í kinnum. ”Og að við værum undir smásjánni hjá víðfrægu klani á borð NiP… jah, hvernig á ég eiginlega að orða þetta.“ Það er ekki oft sem Fidel verður kjaftstopp. ”Jú, við Kulspruta gátum skiptst á ýmsum trixum sem ekki er vert að greina frá að svo stöddu máli.
" Til að byrja með felst samstarfið einkum í skiptiprógrömmum ýmsum, sænskir spilarar munu koma til Íslands og öfugt. En fluttar verða fréttir af samstarfinu jafnóðum og eitthvað gerist í þeim efnum. Við viljum endilega beina sjónum íslenskra Counter-Strike-ara að heimasíðu hinna sænsku NiP, sem urðu heimsmeistarar árið 2000.
Netfang NiP er:
http://w1.510.telia.com/~u51004248/# -Rooster