Farðu í start - run - skrifaðu: cmd - enter - skrifaðu: ipconfig /all - þar ættir þú að sjá innri ip-töluna og fleiri upplýsingar. Ekki slökkva á þessum svarta glugga.
Farðu í start - setttings - network Connection - hægri smella á: Local Area connection - Properties - velja: Internet Protocol(TCP/IP) - Undir: General fyllt út það sem stóð í svarta glugganum inn í þessa reiti eins og við á.
Núna ertu kominn með fasta innri ip-tölu á tölvunni þinni. Þannig að leið og þú slekkur á tölvunni þá er hún alltaf með sömu ip-tölu.
Núna opnar þú port á routernum (default 27015) sem vísar á þessa ip-tölu. Ef þú ert ekki viss hvort þú sért að gera þetta rétt þá getur þú farið á þessa síðu
http://www.portforward.com/english/routers/port_forwarding/routerindex.htm þarna finnur þú flest alla routera og þarna er sýnt hvernig þú eigir að gera þetta.
Núna ættir þú að vera búinn að port forward (NAT) routernum inn á tölvuna. Þannig að þá þarftu bara að fara á síðuna
www.myip.is . Þetta er ytri ip-tala þín. Þetta er sú ip-tala sem þú gefur vinum þínum til að tengjast servernum þínum. Ef þú færð ip-töluna 195.125.167.34 uppgefna á þessari síðu, þá gera vinir þínir í console: connect 195.125.167.34:27015
Það er að vísu þægilegra fyrir þig og þá ef þú ert með fasta ip-tölu vegna þess að leið og þú slekkur á tölvunni missir þú ip-töluna. Það er að segja ef þú ert ekki hjá Vodafone því að þar færðu ekki nýja ip-tölu nema að þú hafir slökkt á tölvunni í viku eða eitthvað á líka.
Ef þú vilt ekki fá þér fasta ip-tölu getur þú farið á
www.dyndns.org og fengið þér DNS svo lengi sem routerinn þinn styður það.
Í routernum ætti að vera nokkuð sem heitir DDNS (Dynamic DNS). Þá getur þú slegið inn slóðina á heimasíðunni ( sem er www.dyndns.org ) notenda nafn þitt og lykilorð. Þá skráir síðan ip-töluna þína í DNS server ( nafnaþjónn ) Þannig getur þú alltaf verið með slóina: vanis.dyndns.org eða vanis.geek.org r some.
Föst ip-tala kostar um 500 krónur á mánuði en þetta er frí þjónusta.
gl ‘n’ fh