Ekki er búið að plana annað eins og er, en uppi eru hugmyndir. Meðal annars talað um jólafrí.
Ég verð að viðurkenna að það að við fengum viku til að setja þetta upp hafi spilað mikið inní þetta varðandi uppsetningu á laninu og serverum.
Eina vandamálið sem við lentum í var að Raffræðingurin kom ekki fyrr en á föstudegi til að klára uppsetninguna fyrir okkur :/ , en þetta reddaðist með að mig minnir aðeins einu skipti þar sem rafmagnið fór út , en endilega leiðréttið mig ef það er rangt.
Málið með fjölda þeirra sem geta verið á þessu lani er rafmagnið meira og minna.
þ.e.a.s það geta bara minnir mig verið um 120 tölvur niðri og 40-50 tölvur uppi miðað við það sem við höfum aðgang að. semsagt 160 - 170 tölvur allt í allt.
En nóg um það.
Þetta lan var æðisslegt og ég er sérstaklega ánægður með Q3 FFA hafi verið spilað. :D
Ekki ánægður með mína eigin frammistöðu. :p
Ef engin tók eftir því þá var ég ekki hlaupandi um öskrandi “Hefurðu Net” ;)
En ef einhver las blaðið um uppsetningu á ip tölum vona ég að ég hafi gert það eins dummy proofed eins og hægt var :D
En nóg mas í bili. spjalla meira seinna.
Kv. Hlynur Hansen
Aka. Netscream