Sæll Máni minn og þið hin.

Ég tel mig nú mjög gamlan spilara, ég hef mætt á alla Skjálfta frá 2001 minnir mig, verið stjórnandi hjá Simnet í mörg ár og haldið eitt lanmót sem hefði nú mátt fara betur en auðvitað lærir maður af reynslunni.

Ég mun því miður ekki mæta á þetta lanmót sem mér var boðið í til að skipurleggja en hef þó hjálpað eitthvað örlítið til og veit hvað er í gangi.

Ég mætti nú aldrei á Skjálfta í gamla daga til að vinna, fjandinn, ég mæti nú bara á ekkert mót til að vinna, auðvitað legg ég mig allan fram til að reyna að komast áfram en fyrst og fremst mæti ég til að spila cs, hitta liðsfélagana og hafa gaman.

Ég man þegar þessir risastóru riðlar voru á Skjálfta og ég man líka að maður var að spila til svona 2 á nótunni á móti einhverjum liðum sem maður átti nú ekki mikinn séns í og svo var maður orðinn drullu þreyttur og pirraður í þokkabót.

Þessir stuttu riðlar á Hringnum eru til að láta mótið ganga smooth fyrir sig og líka til þess að fólk geti mætt til að hafa gaman og spilað eitthvað annað en CS.

Vonandi svaraði þetta einhverju og reynið nú að hafa gaman að þessu og gefa stjórnendunum smá breik ef eitthvað fór úrskeiðis. Ég var mjög glaður hvað flest allir á Kísildalsmótinu voru umburðarlindir og hressir á því sem gerði starfið okkar skemmtilegra.
"Choose a job you love, and you will never have to work a day in your life." -Confucius