Smá umfjöllun um æsispennandi leik cuc og ax í #onlinemot

cuc eru komnir enn og aftur með nýjan roster og þar eru goat3r maNi xnizc floGa dabb1, svo eru omar og Himmi inactive en í kvöld verður liðið þeirra svona:

cucgoat3r - Leader cuc manna og búinn að vera það í heil 2 ár og margir kannast við hann vegna þess að hann er á einni bestu tölvunni í bransanum og vegna þess að hann kann ekkert betur en að hausa með deagle. Einnig hefur kappinn verið í NeF, touch og sharpWires sem er andskoti merkilegt. Getur fundið goat3r á short með dgl og ak sem að hann hélt úr roundinu á undan.
cucmaNi - Var leader í GD heillengi eða 2 ár og 3 mánuði og er aðallega þekktur fyrir það, einnig var hann í haste og xray en meira fann ég ekki um kappann, hann lætur cs tala fyrir sig.
cucHimmi - Hefur lengi verið tryggur member cuc manna og hægri hönd goaters. Þetta er awpinn í cuc teyminu og hann ber að varast á middinu í ct. Svo ítrekaði hann aftur og aftur að hann var í hinu sterka liði eclipse manna.
cucdabb1 - Þetta er uppalinn duality meðlimur og var í duality teyminu með rector, darkzero og þessum gömlu spilurum en meira spennandi fann ég ekki.
cucfloGa - Hann er með gullfallegt hár og þaðan koma aðal cs skillsin hans en hann hefur verið í stórmerkilegum clönum eins og Reload, overdoze, Vivid og ssc.

Leader cuc manna ákvað að láta út “public comment” en það er; “2ez”. Alveg stórmerkilegt

ax, vinaclanið frá Akureyri sem er búið að vera til í rúm 3 ár, eru búnir að snúa aftur til activities eftir að shine kom aftur til Íslands frá Bandaríkjunum og eru með sinn venjulega roster fyrir utan Bigga “tr1stan” og Gumma “Gmy”

ax Gmy - Reyndasti spilari ax enda hefur hann spilað í fleiri og fleiri ár og hann var mjög lengi í stórliði Demolition. Hann er clutcher liðsins og er betur þekktur sem Revolver.
ax purity - Alinn upp í ax og hefur alltaf verið tryggur liðinu og er svona sóló spilari og vinnur oft round alveg uppá eigin spýtur og hann er betur þekktur sem magNum.
ax shiNe - Límið sem öll lið þurfa, shiNe er maðurinn bakvið ax, maðurinn sem heldur þessu liði saman, maðurinn sem peppar menn upp þegar illa gengur og maðurinn með plönin.
ax cubid - Teamplayer, fer eftir plani og fraggar, svona venjulegur liðsmaður. Hann hefur alltaf verið í ax fyrir utan stutt tímabil með oasis. Getur séð hann efst á scoreboardinu ásamt Gmy með solid score.
ax Vamp - Maðurinn sem auðveldast er að stjórna í liðinu og fer eftir plani og gerir allt sem að maður biður um, algjör teamplayer og honum vantar ekki skillsin til að drepa.

Leader Akureyringanna ákvað að gefa stutta yfirlýsingu fyrir leikinn en hún er; “dust2 er kannski ekki okkar sterkasta map, en við ætlum okkur ekkert að láta ganga yfir okkur, engin býst við neinu af okkur nema við sjálfir, ætlum okkur að koma smá á óvart allavegana bara, vill bara óska cuc góðs gengis í þessum leik og hinum ef þeir komast áfram”

ax > cuc eða cuc > ax ? það er nú spurning!

Bætt við 25. júlí 2007 - 21:01
hltv2.no.gameguard.no:27053 er tvið