Sælt veri fólkið langar bara að reporta smá admin abuse sem ég varð fyrir á Simnet einum rétt í þessu.
Það var þannig var að spila de_port í bullandi vörn sem terrorist með awp á spawni og tókst að taka út all nokkra CT en tapaði roundinu engu að síður en lifði þó af. Svo var mér kickað upp úr þurru! Síðan hvenær var camp bannað? Sérstaklega í bullandi vörn einn eftir?
Meina er þetta ekker svolítið barnalegt af admin að gera þetta? Á fólk sem hefur ekki stjórn af tilfinningunum sínum að hafa admin yfir einhverju yfir höfuð? Þetta var bara 10 mínútu bann en það breytir því ekki að ég tel mig ekki eiga þetta skilið.
Ef einhverju finnst það þá endar Simnet sem frekar tómur server myndi ég segja.
Kann ekki að finna ID Ticket hjá þessum admin en ég er með account nafnið hans og nickið sem hann var að nota.
Hvernig væri nú að hreynsa til svona vanhæfa admins af Simnet í guðana bænum. Það að honum gekk eitthvað illa eða öðrum gefur honum engan rétt til að haga sér eins og barn…tja nema ef hann/hún sé barn sem fær mann til að spyrja “Afhverju er barn með admin á Simnet server???”.
Ég get póstað nafninu á þessum aðila (þ.e.a.s. nick og account name) auk þess þá er ég með screen shots af console og alles til að bakka upp það sem ég sagði ef einhver Simnet admin sem er nógu þroskaður getur fengið ef hann/hún biður um það.
Og fyrir ykkur tröllin látið vera með að senda svar með “Gott, þú áttir það skilið camphóran þín” bara af því þú þolir ekki AWP. Þetta er partur af leiknum og enginn er að neyða þig til að spila.
Afsakið “vælið” en ég er búinn að spila í of mörg ár á Simnet serverum til þess að þola svona vanskapnað.