Góðann Daginn allir sem stunda þetta fína áhugamál.
Ég varð bara að koma með smá póst frá mér eftir að lesa allt saman.

Það varð smá upphafs vesen eins og gengur og gerist á öllum svona mótum, svona til að benda fólki á þá ætlaði ég að vera farinn í afmæli á föstudeginum en ég varð eftir til að redda netinu, sem og ég gerði með hjálp kísildals eigenda og hans Inga sæta Harvezter og hans Össa (buster). án þeirra hefði ég ábyggilega gefist upp og ef kísildals eigendur hefðu ekki sýnt mótinu svona mikin áhuga hefði ég ábyggilega bara gengið út. Eftir þetta fór ég að hjálpa til við uppsetningu servera nema þá á laugardeginum kemur upp rafmagns vandræði eins og hefur komið fyrir á öllum lönum sem ég hef farið á, skjálfta og smells lönum. En með hjálp raffræðinga Egilshallarinnar kom þetta síðan í gang. (Ástæða rafbilunar var t.d að kassarnir framí sal voru héðan og þaðan úr bænum og voru ekki topp vörur en næst verður því reddað. Einnig komumst við að því að við lestuðum of mikið á hverja grein. við komum vonandi í veg fyrir það næst.
En næst verð ég með og tek frí frá vinnu til að setja þetta upp með nokkura daga fyrir vara og þá verður þetta jafnvel ekkert vandamál (sjö níu þrettán) …. :D
Ég vil bara þakka verulega gott mót, ég hef verið stjórnandi á smells móti sem fór verr en þetta svo ég er nokkuð ánægður með frammistöðuna.
Einnig sé ég að aðstandendur Egilshallarinnar komu vel fram við okkur og fengum við aðgang að fótboltavellinum sem var mjög góður plús til að koma upp á móti öllum þessum áföllum.

Ég verð með næst og ábyggilega tvíburabróðir minn líka, svo getur verið að ég reyni að plata Sigga Malta til að koma líka sem loksins er útskrifaður úr raffræði Iðnskólans í Reykjavík.

Það er fullt af fólki þarna sem á mad props skilið fyrir frammistöðu og það fær það líka fyrir næsta mót.

Eina sem ég vil koma á framfæri að umgegni hefði mátt vera betri.



Btw. Innst við beinið er ég góður strákur og fólk þarf ekki að vera hrætt við mig á einn eða annan hátt. (Ég varð að öskra því svo margir voru engan veginn að hlusta með headphones á höfðinu og svolleiðis :p ).

Ef þið eruði með einhverjar spurningar eða eitthvað þá er ég með email/msn netscream@msn.com

Kv. Hlynur Hansen aka. Netscream