Jæja, ég er búinn að vera fylgjast með þessari deilu um borð og aliases og slíkt, afhverju er það alltaf að það eru bara einhverjir fáir sem ráða þessu öllu ? Hvernig væri að setja upp skoðana kannanir þar sem fólk fær að slá inn 8 borð (eða eitthvað slíkt) og þau 8 borð sem koma fram oftast verða valin til að spila á mótinu, þá hafa allir átt þátt í þessu.
Með buy aliases, er ekki alltaf verið að tala um að vera meira pro ?? Haldiði að pro leikmenn noti ekki buy aliases ?? Ég veit að þetta á að fyrirhindra svindl, en þetta skemmir gameplay líka og það er ekki þess virði. Það er mjög auðvelt að komast að því hvort einhver er að svindla bara með því að fara gegnum .cfg skránnar á vélinni.
Til að hafa buy aliases þá bætast engar .cfg skrár eða aðrar skrár við, autoexec.cfg og config.cfg eru þar til staðar með orginal CS, svo að ef skinn og slíkt eru bönnuð þá inniheldur CS fólderinn jafn margar skrár hjá öllum (nema fyrir möppin, en ef það eru bara orginal CS möp með þá Á CS fólderinn hjá ÖLLUM að innihalda jafn mörgum skrám, ef einhver er með einhver svindl þá bætast yfirleitt einhverjar skrár við, en það er auðvelt að sjá í .cfg skránnum hvort það er einhver skipun þar sem tilheyrir ekki buy aliases, ég skal glaðlega bjóða mig fram til að ath. vélar hjá öllum um svindl ef það er það sem þarf til að leyfa buy aliases.
Þið viljið að þetta sé allt orginal, en afhverju eru þá ekki allt orginal borð sem verða spiluð ? þetta er ekkert nema fáránlegt, ef þið viljið hafa þetta orginal þá á ALLT að vera orginal, ekki bara .cfg skránnar og skinn.