Ég kom með tölvuna mína á skjálfta, búinn að nota hana í 4-5 mánuði og aldrei neitt vesen, virkar mjög fínt. Svo mæti ég á skjalfta, kveiki á tölvunni og allt í lagi með það, spila smá tíma og set allt upp. Seinna um kvöldið fer ég frá tölvunni aðeins og þegar ég kem tilbaka hefur þessi power outage skollið á og tölvan mín dauð (þeas ekkert power á henni) en skjárinn virkar ennþá, og bæði eru í sömu innstungu. Allar tölvurnar virka fínt við hliðina á mér.
Ég reyni svo allar innstungur og skjárinn virkar í þeim öllum en ekki tölvan. Loksins kemst powerið aftur á staðinn og ennþá virkar ekki tölvan. Þá er mér sagt að power supplyið er ónýtt. Bara wtf, búið að virka fínt svo allt í einu á skjálfta eyðileggst þetta. Þá fæ ég annað powersupply lánað og það eyðilagðist einnig þegar powerið datt út aftur.
Svo seinna um kvöldið reyni ég þriðja bara til að tjekka hvort það er allt í lagi með tölvuna, en þá er hún ónýt. Móðurborðið sem ég pantaði frá danmörku fyrir 4-5 mánuðum ónýtt og ég þarf að fara í gegnum mikið vesen til að fá nýtt, og þarf kannski að borga fyrir nýja móbóið veit ekki ennþá.
Allaveganna var það þessi power outage nokkuð örrugglega sem eyðilagði tölvuna. Hún virkaði fínt í 4-5 mánuði, og ekki segja mér að þetta hafi verið flutningurinn því hún virkaði í klukkutíma eða svo áður en þessi power outage skall á.
Þannig að ég spyr, er hægt að krefjast skaðabóta af skjálfta? Mér finnst það heldur leiðinlegt en ég er búinn að tapa miklum peningum og tíma út af þessu, mjög leiðinlegt mál.