Til þess að hýsa server, hvort er mikilvægara? Góð tenging eða góð tölva? Ég er með 12mb tengingu, sem ætti að duga fyrir okkur vinina. Það væri svosem ekkert mál að hafa serverinn á minni tölvu en þarsem hún er aðeins í háværari kantinum og inni í herberginu mínu nenni ég ekki að hafa kveikt á henni 24/7. Svo er ég með einhvað gamalt drasl útí skúr, einhvern gamlan 800mhz turn sem gæti þá bara verið vél sem ég hef í gangi til að hýsa serverinn.
En spurningin er, þarf maður tölvu svona í öflugri kantinum til að hýsa lítinn server á ágætis tengingu?
Og líka, með svona tengingar. Eins og t.d. þessi 12mb tenging sem ég er með, hvernig reiknast hraðinn sem maður nær útfrá þessum tölum? Burtséð frá fjarlægð frá kjarna. Bara að forvitnast ^^