Jæja CS fíklar hérna kemur vonandi svarið sem margir ykkar hafa verið að velta sér uppúr.

Ég er búin að vera með gífurlegar vangaveltur um hvort ég eigi að fái mér Logitech Dual Laserinn eða MS int. Expl. 3.0 og hef komist að þeirri niðurstöðu að kaupa mér MS músina þó að ég sé Logitech maður í mér.

Ég hef skoðaði endalaust af síðum um báðar mýsnar og talaði við slatta af eigendum af báðum músunum og flest bendir á MS músina. T.d. er hérna linkur þar sem það er farið ýtarlega í kerfið á báðum músunum og komið með lokaniðurstöðu.

http://firingsquad.gamers.com/hardware/micecomp/default.asp

p.s. Það er ekki dual laser á MS músinni líka einsog margir halda.

Annað mál :

Eitt algengt vandamál sem mjög margir af ykkur kannast kannski við er það að Optical mýsnar ykkar hökkta ef þið hreyfið mýsnar of hratt. Ég hef samt komist að því að það er ekki bara músinni að kenna. Það er víst til USB1, USB1.1/2 og USB2 sem eru mismunandi öflug USB port. Og þeir sem hafa USB2 geta notað gömlu lasermýsnar án nokkurar vandamála með hökkt (óstaðfest en ótrúlega margt bendir á að þetta sé rétt). T.d. er ég og ASNI-Gizmo með eins mýs og hans hökktir ekki neitt en mín er ónothæf með lágu mousesensitivity. Ég er með gamalt S370 dual móðurborð og hann er með nýtt KT7A AMD móðurborð.

Well ég vona að þessar upplýsingar hafi gagnast ykkur eitthvað í leitinni að CS músinni ykkar.