Mér finnst alltaf jafn fyndið þegar það koma póstar um hverjir séu bestir á Íslandi, nöfnin sem fólk er að nefna láta okkur fáu gaurana sem vita actually hvað leikurinn gengur útá, brosa.
Sumir vilja meina að celph, rws eða eitthvað annað lið á Íslandi sé besta liðið á Íslandi.
Segjum að það væri Íslenskur veðbanki sem mundi bjóða uppá þann möguleika á að veðja á Íslensk mötch sem væru spiluð af bestu liðunum. Þú ert að skoða síðuna og sérð að það er leikur eftir nákvæmlega eina viku, seven vs celphtitled og stuðulinn er seven(80%) og celph(20%).
Mundi einhver Íslendingur þora að veðja 1000kr á celphtitled? Þú mundir btw fá 4000kr ef þeir vinna leikinn, easy money right?
Það að vera góður í CS er aðeins meira en að geta fraggað eins og geðsjúklingur vs Adios. Þegar þú mætir í alvöru leik vs stórliði ertu ekki að spila sama tölvuleik, þú ert basicly að spila mastermind í því að koma hinum úr jafnvægi. seven gætu verið að spila vs haste og staðan væri 10 - 0 fyrir haste, samt vitum við alveg að við vinnum leikinn, við þurfum ekki nema eitt round og þá eru hinir strax komnir í verristöðu en við.
Til að vera bestur í CS þarftu að hafa óstjórnlegt egó, það er enginn betri en þú útaf þú ert BESTUR, hver er HeatoN? hann er aumingi. Ef eitthvað íslenskt lið væri að spila vs Pentagram í inferno og þeir mundu rusha B í fyrsta gunroundi og LUq mundi taka 4 út með awp, ég efast um að þeir mundu mova B aftur, rétt?
Það er eitthvað sem maður lærir eftir hundruð scrimma vs bestu liðum í heimi að maður á bara að spila sinn leik, það er allt í lagi að aðlaga sig að hinu liðinu í miðjum leik en að fara spila einhvern annan leik en þú ert vanur, virkar bara ekki vs þeim bestu.
Það er t.d ekkert íslenskt lið sem er með eitthvað almennilegt leik kerfi, haldiði að celph, rws eða haste séu með einhvern mainfragger? Sér gaur sem á eiginlega alltaf að eiga fyrsta killið? nehhh efast það.
Tökum mig sem dæmi, hlutverk mitt í seven er leiðinlegasta sem til er, ég er aftasti maður, í öllum plönum er ég aftasti gaurinn sem flassar, ég efast að það sé til einhver í heiminum sem hefur jafn mörg nöfn yfir flass staði og ég. Ég fór ekki í hægri miðjuna í inferno sem terr í meira en 3 mánuði, mitt hlutverk var bara að vera pirrandi vinstra meginn.
Svo þótt staðan væri 8 - 0 fyrir hinu liðinu þá var ekki einhver annar í liðinu sem fór að gera það sem ég átti að gera og ég hans, það er eins og að setja V.Valdes framm og Eið í markið, útaf Eiður er ekki að skora og V.Valdes er ekki að verja.
Það er líka atriði að hafa hjarta fyrir liðinu sínu og vera góður að peppa, með þannig gaura í liðinu mun þér bara ganga vel eða amk betur.
Það sem ég er að segja er að það er svo margt sem þið eigið eftir að fatta í þessum leik, ég hef ekki tapað leik vs íslensku liði í næstum 2 ár og ég hef spilað vs öllum bestu liðum í heimi, það er enginn að fara segja mér að einhver af þessum sem eiga vera bestir núna séu betri en ég eða einhver í liðinu mínu.
En eins og ég segi við erum að fara taka cs smá alvarlega núna og fara spila með byrjunarlið og taka EuroCup frekar mikið í rassgatið, þá þætti mér gaman að sjá eitthvað íslenskt lið og standa upp á móti okkur.