Finnst ykkur það ekki pirrandi hvað vertex toolið er viðkvæmt? Það má lítið sem ekkert gera við það til að fá invalid brush. Af því sem ég best veit þá máttu hreyfa einn punkt til að fá ekki invalid brush. Lausn mín er að skipta brushinum fyrir hverja vertex breytingu sem ég ætla að gera þ.e aldrei hreyfa tvo punkta á sama brushi.
Endilega látið mig vita ef það er eitthvað vit í þessu hjá mér og/eða þið hafið einhver tips handa mér því ég á ekkert smá erfitt með að gera náttúruleg landslög.
Eitt en ég er en´í vandræðum með vatnið í borðinu hjá mér. Þannig er að ég er búin að gera árbakkann og brú yfir sem nær til botns ánnar á fjórum stöðum. Þetta væri kannski ekkert mál ef árbakkinn væri bein lína báðu meginn, en hann er aðeins á ská báðumeginn. Ég reyndi að leysa þetta með því að gera einn allsherjar kassa utan um allt ársvæðið og velja síðan árbakkana og brúarstólpana og klippa vatnið þannig að það sem eftir væri aðeins það vatn sem smell passar í ársvæðið. Þetta virkaði ekki því alltaf kom villa annað hvort í compiler outputtinu eða inní leiknum sjálfum. Núna er ég með vatnið (kassa) utan um allt, þannig að vatnið sker sig í gegnum árbakkana og brúarstólpana, eftir því sem ég hef séð þá virðist það vera í fínu lagi.
Ég afsaka lengd á þessarri útskýringu og vonast til að einhver geti aðstoðað mig, annars er það hinar óreglulegu útlínur náttúrunnar sem ég á erfitt með að ná tökum á, annað ekki :)<br><br>————————–
Við munum aldrei vita hina réttu leið,
Aðeins þá bestu.
————————–
-Crusader-