Held að menn þurfi ekki að hafa alltof miklar áhyggjur af því sem er í gangi. Að því sem mér sýnist þá koma þessar auglýsingar aðeins fram í þeim möppum sem valve hannaði sjálft, þ.e.a.s dust, dust2, inferno, nuke og öllum hinum. En þetta sést ekki í möppum eins og Mill og strike og þessum.
Þar af leiðandi má sterklega búast við því að áður en mánuðurinn er liðin þá verði kominn ný möpp sem innihalda ekki þessar auglýsingar.
Nú þegar er til remake af De_nuke, sem hefur þá einu breytingu að ekki er hægt að flassa undir kassan á rampnum, sú útgáfa sem er ekki búinn til af valve inniheldur þar af leiðandi ekki þessar pirrandi auglýsingar. Ef við gætum fengið aðal kallana hjá simnet til að henda þessari útgáfu af nuke inná serverana, og síðan vonandi seinna nýjum útgáfum af þessum vinsælustu möppum þá ættum við að vera lausir við þetta að mestu fyrir utan nátturulega auglýsinguna sem kemur þegar þú skoðar scoreboard.
Þannig að vonandi getum við gert þetta þannig að þetta rugl sem valve er að púlla á okkur hafi sem minnst áhrif.