Þetta eru FYRSTU PERSÓNU SKOTLEIKIR á nýrri flottri vél sem kallast source véling. Fyrsti leikurinn var Half Life og hann fjallar um vísindamanninn Gordon Freeman, þar sem hann er að skjóta geimverur. Þetta er einn frægasti (og að mínu mati besti) fyrstu persónu skotleikur sem gerður hefur verið. Út frá honum kom mod-ið(mod=breyting á tölvuleik) Counter Strike. Se Valve, þeir sem bjuggu til Half Life, réðu síðan þá sem gerðu Counter Strike og nú er Counter einn vinsælasti multi play leikur sem til er. Half Life 2 er á source vélinni og er framhaldið af Half Life. Hann gerist 20 ár í framsíðinni, þar sem að geimverur ráða yfir jörðinni og maður er að reyna að frelsa City 17 undan oki Combine (geimveranna).