Fyrstu umferð í Úrvalsdeild er lokið. Það kom ýmislegt upp á í ÖLLUM leikjum. Þessvegna skrifa ég nokkra punkta hérna svo að hlutirnir endurtaki sig ekki. Þessa grein má líka finna á www.rikur.net/io
CUC vs NeF:
Leikmanni NeF láðist að lesa reglurnar í gegn og notaði Duckjump ítrekað. Þar af leiðandi fer leikurinn sem var upphaflega jafntefli, 20-10 CUC í vil. NeF missir 5 round og tapar því leiknum.
CELPH vs SharpW
Leikurinn fer 30-0 SharpW í vil vegna óskráðs leikmanns CELPH sem spilaði leikinn. Þetta var byggt á misskilningi milli meðlima CELPH en reglurnar taka þetta skýrt fram. Leiðinlegt atvik og óviljandi en gerist að sjálfsögðu ekki aftur(I HOPE).
diG vs noVa
Hvorugt lið gat spilað á tilsettum tíma hins liðsins þannig það eina í stöðunni var að enda leikinn sjálfkrafa með jafntefli þó hvorugum aðila hafi líkað vel við. Þetta á ALLS EKKI að tíðkast á milli liða en í þessu atviki var það óumflýjanlegt. Eins og ég segi var þetta last resort hjá báðum liðum eftir miklar samræður og ég vil ekki fá að sjá þetta gerast hjá öðrum nema að þess nauðsynlega þurfi. Leikirnir skulu spilast á tilteknum leikdegi deildarinnar (óumsemjanlegt).
RWS vs Adios
RWS náði með herkjum að fá leikmann skráðann á leikdegi í þeim tilgangi að nota hann í leiknum (það er bannað í reglunum) vegna misskilnings á milli Admina. Ef aðstæðurnar væru aðrar þá færi þessu leikur 30-0 Adios í vil fyrir brot á reglum hjá rws en hér er um að kenna samskiptaleysi Admina og tökum við fulla ábyrgð á þessu atviki og því að það endurtaki sig ekki. Þetta mun ekki gerast aftur og ég vil ekki sjá lið reyna að villa um fyrir adminum ef að einn þeirra neitar og tala svo bara við næsta admin um sama hlutinn. Það gengur ekki. Leikurinn stendur og rws vann.
Jæja ég vildi einfaldlega fara yfir þetta með ykkur til að fyrirbyggja að þetta endurtaki sig.
Nokkrir punktar:
-Lesið reglurnar í gegn fyrir leik!
-Ef að skrá á nýja leikmenn í deildina má sá hinn sami leikmaður ekki spila næsta leik fyrr en eftir viku.
Dæmi: Lið 1 vs Lið 2 spila á tilsettum tíma á einhverju kvöldi. Lið 1 skráir leikmann sama kvöld eftir leikinn. Þá má leikmaðurinn spila næsta leik sem er eftir nákvæmlega viku.