Sælir,

Ég var að ná mér í “Hamachi” forritið og setti það líka upp hjá vini mínum. Ég prófaði að tengjast honum, og hélt þ.a.l að við gætum verið inn á sama server í cs, hann setti upp lan server svo að við gætum skoðað hvort að þetta virki. Við erum tengdir saman á alveg réttan hátt, held ég. Ég fór í servers og svo lan í cs hjá mér, og þá kom serverinn upp. Ég reyndi þá að tengjast honum, en það gekk ekki nægilega vel. Ein mynd getur lýst 1000 orðum, hef ég oft heyrt.




Vitið þið hvað þarf að gera til að geta tengst servernum? Er það eitthvað tengt portum? Ég vona að ég hafi lýst þessu nægilega vel.


Með fyrirfram þökk, FrozeN

Bætt við 23. janúar 2007 - 18:52
gosh, bbkóðinn virkaði víst ekki

[b]http://img413.imageshack.us/my.php?image=myndirphp7cz.jpg[/img]

jájá, ég er núbb á huga..;D

http://img413.imageshack.us/my.php?image=myndirphp7cz.jpg
,,Heroes never die…. They just reload."