Þannig er mál með vexti að ég og félagar mínir ætluðum að scrimma á laugardags kvöldið. Svo vildi illa til að bara annar Scrimm serverinn var uppi. Allt í lagi en við biðum í svona 1 tíma eftir að Scrim 1 losnaði en eftir að hafa beðið í talsvert langan tíma ákvað vinur minn að fara á serverinn og reyna að ræða við þá einstaklinga sem að þar voru og höfðu verið í mjög langan tíma. En þegar hann connectaði við serverinn þá spurði hann orðrétt “Eruði að fara að verða búnir bráðum” og ekki nóg með að þeir kick'uðu honum heldur bönnuðu þeir hann líka. Allt í lagi þá ákvað annar félagi minn að fara og sjá hvor að þeir væru í alvörunni að scrimma eða voru bara að fíflast. Þegar hann fór inna serverinn, og ég tek framm að hann var ekki með neinn einasta dónaskap og svo spurði hann líka “Eruði bara að leika ykkur?” og þá bönnuðu þeir hann líka, ekki nóg með að þetta var ALVEG óumbeðið heldur útilokaði þetta möguleika okkar til að scrimma á scrim1 í þann tíma sem bönnin á þeim endast. Hvernig kemst fólk upp með að haga sér svona? þetta er svo barnalegt og pirrandi að ég ákvað að taka Screenshot af þeim leikmönnum sem voru inná servernum og hversu ótrúlega lengi þeir voru búnir að hanga þarna. Er fólk staðráðið að hafa ömurlegann móral í íslenska source samfélaginu? annaðhvor þarf fleiri scrim servera eða hertara eftirlit…

http://img201.imageshack.us/img201/3186/saurgunn26xc.jpg

Enginn ábygrð tekinn á stafsetningu.
Sveskja -