Fyrir þá sem hafa ekki spilad DoD eða eruð nýbyrjaðir þá langar mig að upplóstra nokkrum upplýsingum sem ég veit að þið eigið eftir að spyrja að.
1. Í dod_seg3 er markmiðið hjá axis að sprengja jeppa bandamanna. Til að gera það þarf.
a. Ná í lykilinn sem er inní graslögðu húsasundinu á axis spawn hann liggur uppá kassa þar sem þarf annað hvort að brjóta með að lemja hann með hníf svona 50 sinnum, eða fá annan félaga til að beygja sig niður svo þú getir hoppað uppá kassan og náð í lykilinn.
b. Nota lykilinn til að opna skápinn og ná í TNT-ið. Skápurinn er inní húsi nálægt allied spawni. Þegar þið komið niður sundið sem liggur að allied spawni (sundið nær kirkjunni) þá sjáiði grasbrekku, hlaupið upp hana og hoppið uppá steinveggin sem er vinstra megin og fylgið honum uppá þak þar er húsið með TNT-inu.
c. Þegar þið hafið náð TNT-inu þá hlaupið þið upp tréstigan sem er fyrir framan dyrnar þar sem TNT-ið var og hoppið þaðan af þakinu og ofan á jeppa bandamanna. Þú springur reyndar með en “mission accomplished”.
2. Í dod_sicily þegar þú hefur plantað TNT-inu við hliðina á vitanum ekki hlaupa í burtu eins og skotin hæna, hlauptu frekar inní hurðina á vitanum og bíddu þar þangað til TNT-ið er sprungið þá deyrð þú ekki með sprengingunni, það kemur einnig í veg fyrir það að leikurinn “krassi” við sprenginguna.
3. “mounted”(skriðdrekar o.fl)byssurnar sem þú finnur í leiknum skaltu helst láta vera því þú hittir ekkert sérlega vel með þeim og gerir þig að auðveldu skotmarki.
4. Ef þú missir samband við serverinn þegar nýtt borð er nýkomið upp þá er ekkert að tengingunni þinni heldur er þetta galli í leiknum re-joinaðu og þá kemstu aftur inn.
5. Ekki rífa kjaft, ekki svindla og ekki saka um svindl, ekki spawncampa(klisja) og ef einhver er að spawncampa þig ekki byrja að rífa kjaf heldur biðja hann vinsamlegast um að hætta því, þá er meiri möguleiki að hann hætti því.
6. Í dod_hill EKKI vera að lame assast í airstrike kortinu endalaust, notið common sense ef axis eru að rúlla allies upp og eru því út um allt kortið þá notarðu ALDREI airstrike kortið. Hins vegar ef allies eru í hörku sókn þá er airstrikekortið vænlegur kostur til að þagga niðrí þeim.
Ég vil bæta við að það vantar nauðsynlega einhvern með rcon til að koma af og til inná simnet dod serverinn. Oft á tíðum blokkar einhver útgangin af spawninu sbr. dod_sicily, dod_snowtown(gamla).
Ef ég hef gleymt einvherju mikilvægu þá endilega bæta því við.
sjáumst svo í DoD ;)